Um mig

Ég er íþróttafræðingur með B. Sc frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef verið í íþróttum frá því að ég man eftir mér og fór ég að einblína á líkamsrækt 15 ára.  Ég hef starfað sem einka- og styrktarþjálfari frá útskrift og starfa bæði hjá World Class og Knattspyrnufélaginu Víking.

Helstu áhugamálin mín innan líkamsræktar eru vaxtarrækt, kraftlyftingar og næring.  Ég hef í gegnum tíðina stundað vaxtarrækt og keppt tvisvar í þeirri grein (2017 og 2019). Í dag keppi ég í kraftlyftingum og stefni á að keppa 1-2x á hverju ári.

Allt tengt líkamsrækt, hreyfingu og næringu finnst mér mjög áhugavert og skemmtilegt. Ég hef prófað ýmislegt til að finna út hvað hentar best og nýti ég þá kunnáttu í starfi í dag.

Helstu markmiðin mín sem þjálfari er að hvetja fólk til heilbriðgaði lífstíls, ná betri árangri innan líkamsræktar og hjálpa fólki ná þeim markmiðum sem það setur sér.

Allur réttur áskilinn © 2025